þri 25. september 2018 15:34
Magnús Már Einarsson
Jón Óli hættir sem aðstoðarþjálfari ÍBV
Jón Ólafur Daníelsson.
Jón Ólafur Daníelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ólafur Daníelsson mun hætta sem aðstoðarþjálfari ÍBV eftir tímabilið í Pepsi-deild karla.

Jón Ólafur og Andri Ólafsson hafa verið aðstoðarþjálfarar Kristjáns Guðmundssonar þjálfara ÍBV á þessu tímabili.

Í fyrra var Jón Óli einnig Kristjáni til aðstoðar þegar ÍBV varð bikarmeistari.

„Mér finnst fínt að vera búinn að vera þarna undanfarin tvö tímabil þar sem bikarmeistaratitill stendur upp úr og vonandi komin stöðuleiki á að leika í úrvalsdeild," sagði Jón Óli við Fótbolta.net í dag.

Jón Óli þjálfaði áður kvennalið ÍBV í áraraðir.

Kristján Guðmundsson hefur ekki gefið út hvort hann haldi áfram sem þjálfari ÍBV en hann hefur stýrt liðinu undanfarin tvö tímabil.

ÍBV mætir Grindavík í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn en liðið er í 7. sæti deildarinnar fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner