Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 25. september 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Knockaert þakklátur fyrir stuðninginn í baráttunni við þunglyndi
Knockaert á góðri stundu.
Knockaert á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Anthony Knockaert, leikmaður Brighton er þakklátur fyrir skilaboðin sem hann hefur fengið í baráttunni við þunglyndi.

Frakkinn er nýjasti leikmaðurinn til þess að gefa út að hann eigi í vandræðum með andlega heilsu sína í kjölfar skilnaðar og dauða föður leikmannsins. Eftir að hafa skýrt frá vandamálum sínum hefur leikmaðurinn fengið flóð af skilaboðum frá aðdáendum sem lýsa yfir stuðningi við leikmanninn.

Knockaert skildi við eiginkonu sína síðastliðið sumar, tæpu ári eftir að Patrick faðir hans lést.

Ég fékk fullt af skilaboðum og kann virkilega að meta það. Ég fékk líka skilaboð frá fólki sem er að ganga í gegnum það sama. Það er gott fyrir mig að geta hjálpað þeim og ég held að í lífinu geti allir hjálpað hvor öðrum, það er það sem ég er að reyna að gera,” sagði Knockaert.
Athugasemdir
banner
banner
banner