Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. september 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Messi og Ronaldo gagnrýndir fyrir að mæta ekki
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, Diego Forlan og Davor Suker eru meðal þeirra sem eru ósáttir með ákvörðun Lionel Messi og Cristiano Ronaldo að mæta ekki á verðlaunaafhendingu FIFA í gærkvöldi.

Messi og Ronaldo hafa eignað sér Gullknöttinn síðasta áratug en Luka Modric vann í gær. Modric varð þá fyrsti leikmaðurinn sem heitir ekki Messi eða Ronaldo til að hljóta verðlaunin síðan Kaka gerði það árið 2007.

„Fjarvera Ronaldo og Messi er virðingarleysi. Virðingarleysi gagnvart öðrum leikmönnum, FIFA og knattspyrnuheiminum í heild sinni," sagði Capello við TVE.

„Það er mögulegt að þeir hafi unnið of mikið á ferlinum og vilji ekki tapa. Í lífinu þá þarftu að haga þér vel þegar þú vinnur en líka þegar þú tapar."

Forlan tók í svipaða strengi. „Þetta er synd. Messi mætti í fyrra þrátt fyrir að vinna ekki. Það er synd að þetta sé að gerast aftur hjá Ronaldo eftir verðlaunaafhendingu UEFA.

„Þetta er mikilvæg verðlaunaafhending fyrir knattspyrnuheiminn og við erum að tala um stórstjörnur sem eru fyrirmyndir í þessum heimi. Auðvitað áttu þeir að mæta."


Báðir leikmenn virðast þó vera með gilda afsökun fyrir að mæta ekki. Það er nóg að gera hjá Ronaldo sem var í liði Juventus sem sigraði Frosinone á sunnudaginn og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Bologna á miðvikudaginn. Messi komst ekki af fjölskylduástæðum.

„Allir hafa sínar ástæður fyrir að mæta ekki. Ég hefði augljóslega viljað hafa þá hérna, en þeir komu ekki," sagði Modric um fjarveru stórstjarnanna tveggja, en hann spilaði með Ronaldo í sex ár hjá Real Madrid.

Spænski slúðurmiðillinn Marca segist hafa það eftir talsmanni FIFA að knattspyrnusambandið sé hneykslað af þessari hegðun tveggja bestu leikmanna heims, sem voru valdir í lið ársins framyfir Mohamed Salah.
Athugasemdir
banner
banner
banner