Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. september 2018 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Rossi féll á lyfjaprófi
Giuseppe Rossi í baráttunni
Giuseppe Rossi í baráttunni
Mynd: Getty Images
Giuseppe Rossi, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi, er líklega á leið í bann eftir að hann féll á lyfjaprófi í maí.

Ferill Rossi hefur litast mikið af meiðslum og hefur hann aldrei náð sér almennilega á skrið. Hann var á mála hjá Manchester United í þrjú ár en hann hefur þá leikið með Newcastle United, Parma, Villarreal, Fiorentina, Levante, Celta og Genoa.

Þegar hann var á mála hjá Genoa á síðustu leiktíð fór hann í lyfjapróf undir lok tímabils en hann féll á því.

Það fundust ákveðin tegund af augndropum sem hann notaði en lyfjaeftirlitið felldi hann þar sem þessi tegund er notuð til þess að fela notkun á öðrum ólöglegum lyfjum, tildæmis sterum og öðrum örvandi lyfjum.

Hann verður yfirheyrður 1. október og getur hann þar fær hann tækifæri á að rökstyðja notkunina á augndropunum.

Rossi á 30 leiki að baki fyrir ítalska landsliðið en hann er nú án samnings.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner