Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. september 2018 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Frábær byrjun Bremen - Bayern tapaði stigum
Arjen Robben skoraði fyrir Bayern sem gerði 1-1 jafntefli við Augsburg
Arjen Robben skoraði fyrir Bayern sem gerði 1-1 jafntefli við Augsburg
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í þýsku deildinni í dag en Werder Bremen lagði Herthu Berlín 3-1 á meðan Augsburg náði í stig gegn Bayern München.

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópnum hjá Werder Bremen sem vann 3-1 sigur á Herthu Berlín. Aron er á meiðlalistanum hjá Bremen er í 2. sæti með 11 stig og í góðum gír.

Alfreð Finnbogason er enn á meiðlalista Augsburg. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Bayern München í þýsku deildinni þar sem Felix Götze jafnaði undir lok leiks.

Manuel Baum, þjálfari Augsburg, sagði í viðtali í morgun að það styttist í að Alfreð verði leikfær.

Úrslit og markaskorarar:

Werder 3 - 1 Hertha
1-0 Martin Harnik ('11 )
2-0 Milos Veljkovic ('45 )
2-1 Javairo Dilrosun ('53 )
3-1 Max Kruse ('66 , víti)


Bayern 1 - 1 Augsburg
1-0 Arjen Robben ('48 )
1-1 Felix Gotze ('86 )


Hannover 1 - 3 Hoffenheim
0-1 Joshua Brenet ('20 )
0-2 Pavel Kaderabek ('49 )
1-2 Niclas Fullkrug ('55 , víti)
1-3 Ishak Belfodil ('90 )


Freiburg 1 - 0 Schalke 04
1-0 Florian Niederlechner ('52 )
Athugasemdir
banner
banner
banner