Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. september 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
UEFA opnar rannsókn á eyðslu PSG á ný
UEFA vill fara nánar ofan í fjármál franska risans.
UEFA vill fara nánar ofan í fjármál franska risans.
Mynd: Getty Images
Rannsókn á fjármálum franska risans PSG hefur verið enduropnað af UEFA en liðið var upphaflega hreinsað af ásökunum um að hafa brotið 'Financial Fair Play' reglur sambandsins.

Nú hefur UEFA hinsvegar ákveðið að skoða málið nánar og opnað rannsóknina aftur. Reglurnar sem félagið er talið hafa brotið snýr að fjármálum félaga sem skikkar félögum til þess að hafa jafnvægi á eyðslu miðað við tekjur félagsins.

Í ágúst árið 2017 keypti PSG Neymar á 200 milljónir punda frá Barcelona auk þess að semja við Kylian Mbappe fyrir 165.7 milljónir punda í sumar en franska ungstirnið kom upphaflega á eins árs lánssamningi.

Athugasemdir
banner
banner
banner