Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Maggi Bö spáir í undanúrslitin í 4. deildinni
Maggi Bö að störfum á Meistaravöllum.
Maggi Bö að störfum á Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitakeppnin í 4. deildinni er í gangi þessa dagana og á morgun klukkan 14:00 fara fram fyrri leikirnir í undanúrslitunum. Síðari leikirnir eru síðan á dagskrá á miðvikudag.

Magnús Valur Böðvarsson er manna fróðastur þegar kemur að 4. deildinni og hér að neðan má sjá spá hans fyrir undanúrslitin.

Hamar - KFS (Hamar áfram)
Suðurlandsslagur. Ég var búinn að spá því að liðið sem mundi vinna einvígi Hamars og KH færi upp og ég spái því áfram. Hamars menn hafa bara spilað þrjá leiki í sumar þar sem þeir hafa fengið fleira en eitt mark á sig í leik og á sama tíma hafa þeir skorað slatta. Ef KFS ætlar að vinna þetta einvígi þá held ég að það þurfi að gerast í fyrri leiknum á heimavelli og það þokkalega sannfærandi. Ég ætla að halda mig við mína spá og Hamar vinni og komist upp. Seinni leikurinn heima á virkum degi snemma dags sem þýðir ða KFS væri væntanlega án tveggja sinna bestu manna. Sama hvernig fer þá er lið af Suðurlandi að fara upp.

Kormákur/Hvöt - ÍH (ÍH áfram)
Var einnig búinn að spá því að liðið úr einvígi ÍH og Kríu fari upp og held mig við það aftur hér. ÍH menn þurfa fara norður á laugardegi en ekki virkum degi. Norðanmenn eru með öfluga vörn en ÍH menn með reynslumikið lið og held ég að þeir klári leikinn heima í seinni leiknum. Ætli Kormákur/Hvöt ekki að sitja eftir með sárt ennið 2. árið í röð þurfa þeir hagstæð úrslit í fyrri leiknum heima.
Athugasemdir
banner