Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möguleikar landsliðsins mjög fínir - Þrír útileikir eftir
Marki fagnað gegn Svíþjóð.
Marki fagnað gegn Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumótið fer fram í Englandi 2022.
Evrópumótið fer fram í Englandi 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í frábærum möguleika að komast á Evrópumótið í Englandi sem fer fram 2022.

Eftir sigra gegn Lettlandi og jafntefli gegn Svíþjóð er staða Íslands nokkuð góð. Svíþjóð og Ísland eru jöfn að stigum eins og er, en Svíþjóð með örlítið betri markatölu. Líklegt er að leikur Íslands og Svíþjóðar úti í Svíþjóð muni skera úr um það hvort liðið taki efsta sæti riðilsins.

Liðið sem endar í efsta sætinu fer beint á Evrópumótið og liðið sem endar í öðru sæti riðilsins á einnig góðan möguleika á að komast beint á mótið.

Það eru níu riðlar í undankeppninni og þrjú lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum fara beint á mótið. Hin sex liðin sem enda í öðru sæti taka þátt í umspili.

Ef undankeppnin myndi klárast akkúrat núna þá væri Ísland á leið á mótið sem eitt af þeim liðum sem er með bestan árangur í öðru sæti.

Ísland á eftir þrjá útileiki í október og lok nóvember/byrjun desember. Við mætum Svíþjóð í október og svo Slóvakíu í lok nóvember og Ungverjalandi í byrjun desember. Rætt var um möguleika Íslands í síðasta þætti af Heimavellinum.

„Mér finnst allt í lagi að vera stundum stolt og segja að við eigum að vinna þessi lönd (Slóvakíu og Ungverjaland," sagði Aníta Lísa Svansdóttir. „Það er auðvitað aldrei gefins sigur en við verðum alveg að hafa kassann úti og segja það."

Eigum við möguleika gegn Svíþjóð úti?

„Að sjálfsögðu, miðað við þetta," sagði Aníta og átti við jafntefli gegn Svíþjóð á dögunum. „Við þurfum áfram að vera vel skipulagðar og leikgreina Svíana vel, loka á leiðir og við erum með leikmenn sem geta gert allt sem þær vilja gera. Ef við förum réttar leiðir á Svía þá getum við alveg unnið þær."

„Já, við eigum séns," sagði Edda Garðarsdóttir.

Þurfum við að hafa áhyggjur af þessum leikjum gegn Ungverjum og Slóvakíu?

„Ég held að aðalmálið sé að halda leikmönnum í standi, leikstandi eftir lengsta tímabil lífsins," sagði Edda, en tímabilið í Pepsi Max-deild kvenna á að klárast þann 18. október eins og staðan er núna.
Heimavöllurinn: Sara jafnar leikjametið og ungar gripu gæsina
Athugasemdir
banner
banner
banner