Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 25. október 2021 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Kýpur: Byrjar Amanda?
Icelandair
Amanda er aðeins 17 ára gömul.
Amanda er aðeins 17 ára gömul.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra kemur væntanlega aftur inn í liðið.
Alexandra kemur væntanlega aftur inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má búast við því að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hristi verulega upp í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni HM á morgun. Þetta er tilvalinn leikur til að gefa yngri og óreyndari leikmönnum tækifæri.

Leikurinn annað kvöld á að vera algjör skyldusigur fyrir Ísland. Kýpur hefur spilað þrjá leiki í riðlinum til þessa og tapað þeim öllum. Þær töpuðu 1-4 gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik og hafa svo tapað síðustu tveimur leikjum sínum - gegn Tékklandi og Hollandi - með sömu markatölu: 8-0. Liðið er án stiga með markatöluna 1-20 eftir þrjá leiki.

„Við gerum einhverjar breytingar, já. Það verða einhverjar breytingar," sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag og bætti við að allar í hópnum væru heilar.

Hvernig verður liðið?
Fótbolti.net spáir því að átta breytingar verði frá síðasta leik gegn Tékklandi.



Við spáum því að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir haldi sæti sínu í liðinu. Það gæti verið að Steini prófi Sveindísi sem fremsta mann liðsins, og þá kæmi einhver önnur á kantinn.

Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir fær sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði A-landsliðsins ef spáin gengur upp. Fær þá þjóðin að sjá hana spila í meira en fimm mínútur í fyrsta sinn.

Það koma mögulega nýir bakverðir inn og nýir miðjumenn. Ingibjörg Sigurðardóttir kemur líklega inn í liðið og Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær kannski tækifæri í markinu. Sandra Sigurðardóttir var mjög góð í síðasta leik en þetta er tilvalinn leikur fyrir Cecilíu að fá.

En þetta er bara spá. Þorsteinn velur liðið fyrir morgundaginn. Leikurinn annað kvöld hefst 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner