Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. nóvember 2019 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Eyjólfur Tómasson leggur hanskana á hilluna
Eyjólfur Tómasson
Eyjólfur Tómasson
Mynd: Haukur Gunnarsson
Eyjólfur Tómasson, markvörður og fyrirliði Leiknis R., hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Eyjólfur er fæddur árið 1989 og er uppalinn í Leikni en hann á 250 leiki í deild- og bikar með liðinu.

Hann er þá leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi en hann Eyjólfur hefur verið fyrirliði félagsins síðustu ár.

Hann æfði upp alla yngri flokka hjá Leikni og spilaði fyrsta árið sitt í meistaraflokki með KB árið 2007 en festi svo byrjunarliðssæti hjá Leikni árið 2009.

Eyjólfur hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna til að einbeita sér að fjölskyldu sinni og vinnu en ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir félagið.

„Ég hef ákveðið að einbeita mér að fjölskyldunni og vinnu. Ég vil þakka leiknisfólki, liðsfélögum og mótherjum fyrir góðar stundir,“ segir Eyjólfur við heimasíðu Leiknis.
Athugasemdir
banner
banner