Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. nóvember 2019 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Hörður Björgvin í liði vikunnar í fjórða sinn
Hörður Björgvin Magnússon er í liði vikunnar
Hörður Björgvin Magnússon er í liði vikunnar
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu og íslenska landsliðsins, er í liði vikunnar í rússnesku úrvalsdeildinni en þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem hann er valinn í liðið.

Hörður, sem er 26 ára gamall, spilaði í hjarta varnarinnar hjá CSKA sem vann Krylia 1-0 um helgina.

Hann hefur verið lykilmaður í vörninni á þessu tímabili en liðið er í 3. sæti, sex stigum á eftir toppliði Zenit.

Hann er í liði vikunnar og er það í fjórða sinn sem hann er valinn en CSKA hefur fengið sextán mörk á sig á tímabilinu en aðeins Zenit hefur fengið færri mörk á sig í deildinni.

Hörður hefur þá skorað tvö mörk í deildinni en tveir leikir eru eftir af fyrri hluta deildarinnar áður en hún fer í vetrarfrí.


Athugasemdir
banner
banner