Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Isco: Hann vill prófa aðra deild
Isco í leik með Real Madrid.
Isco í leik með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Faðir og umboðsmaður spænska miðjumannsins Isco segir að sonur sinn vilji prófa aðra deild.

Hinn 28 ára gamli Isco hefur bara aðeins byrjað þrjá leiki í La Liga á þessu tímabili og eru sögusagnir um að samband hans við Zinedine Zidane sé ekki gott.

Samningur Isco rennur út í lok næsta tímabils og Madrídarfélagið veit að það þarf að selja hann bráðlega til að fá almennilega upphæð fyrir hann.

Ensk úrvalsdeildarfélög, þar á meðal Arsenal og Everton, hafa verið orðuð við leikmanninn.

„Við höfum ekki fengið nein tilboð, en hann vill prófa aðra deild," sagði Paco Alarcon, faðir og umboðsmaður Isco, við El Larguero.

Isco hefur unnið tvo spænska meistaratitla og fjóra Meistaradeildartitla með Real Madrid síðan hann kom frá Malaga 2013. En hann hefur færst aftar í goggunarröðina og þar af leiðandi misst sæti sitt í spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner