Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. nóvember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sakar David Villa um kynferðislega áreitni
David Villa lék með New York City FC frá 2014 til 2018.
David Villa lék með New York City FC frá 2014 til 2018.
Mynd: Getty Images
Villa í leik með spænska landsliðinu.
Villa í leik með spænska landsliðinu.
Mynd: Twitter
Fyrrum starfsnemi hjá fótboltafélaginu New York City FC hefur sakað Spánverjann David Villa um kynferðislega áreitni.

Villa spilaði með New York frá 2014 til 2018, en hann er einnig fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins.

Skyler Badillo var tvítug þegar hún var í starfsnámi hjá New York City FC. Hún hitti Villa í gegnum störf sín hjá félaginu. Hún segir að Villa hafi ítrekað tjáð sér það að hann elskaði hana og að fyrrum spænski landsliðsmaðurinn hafi snert sig á óviðeigandi hátt. Badillo segir einnig að Villa hafi boðið henni áfengi þegar hún var undir lögaldri.

Badillo segir að áreitni Villa hafi verið svo mikil að það hafi orðið brandaraefni á æfingasvæðinu. Hún segir að starfsmenn félagsins hafi leyft Villa að komast upp með þetta, hún segir félagið hafa brugðist sér.

Hún opnaði sig um málið í viðtali við The Athletic en talsmaður Villa segir ásakanir hennar ósannar.

Hún segir jafnframt að eldri maður hafi káfað á sér í fjölmiðlastúku félagsins. Hún segir að tveir starfsmenn félagsins hafi hlegið þegar hún sagði þeim hvað hefði gerst.

New York City FC hóf rannsókn vegna ásakana Badillo síðasta sumar og komst að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu verið gerð í kerfinu, en Villa var ekki nefndur á nafn. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði:

„Lítill hópur leikmanna og starfsmanna hegðuðu sér ekki í samræmi við staðla félagsins í samskiptum sínum við starfsnemann og aðra starfsmenn félagsins. Hegðunin fól í sér óþarfa líkamlega snertingu, stríðni og athugasemdir varðandi fatnað og útlit. Félaginu fannst þessi hegðun óviðeigandi og óviðunandi."

New York City FC kom einnig inn á það í yfirlýsingu sinni að félagið myndi breyta hlutum innan starfseminnar svo að svona hegðun myndi ekki eiga sér stað aftur.

Til að lesa um sögu Skyler Badillo má lesa hérna:


Athugasemdir
banner
banner