Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. nóvember 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Eitt ár frá andláti Maradona
Maradona lést fyrir ári síðan.
Maradona lést fyrir ári síðan.
Mynd: Getty Images
Það er eitt ár síðan Diego Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar, lést vegna hjartabilunar. Það eru enn mörgum spurningum ósvarað varðandi andlát hans.

Maradona vara jarðaður í Jardines de Bella Vista kirkjugarðinum rétt fyrir utan Buenos Aires í Argentínu þar sem þúsundir söfnuðust saman á götum úti til að minnast hetju sinnar.

Enn eru ýmsar kenningar um andlát hans og deilt um hvort hann hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Maradona verður alltaf goðsögn í Napoli þar sem hann hjálpaði Napoli að vinna tvo ítalska meistaratitla, bikarmeistaratitil og Evrópukeppni félagsliða.

Maradona varð heimsmeistari með Argentínu 1986. Hann var fyrirliði liðsins, skoraði fimm mörk í keppninni og af þeim eru tvö af frægustu mörkum sögunnar.

En ferill Maradona var einnig fullur af umdeildum atvikum en hann var háður eiturlyfjum.

Eftir ferilinn fór hann í þjálfun og stýrði argentínska landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á HM 2010. Síðast stýrði hann Gimnasia í heimalandi sínu.

Nokkrum dögum eftir andlát Maradona í fyrra var fjallað um hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net en með því að smella hérna má hlusta á þá umræðu. Orri Páll Ormarsson blaðamaður og rithöfundur mætti í þáttinn.
Athugasemdir
banner
banner