fim 25. nóvember 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Horfir á teiknimyndir en ekki á fótbolta
Etienne Capoue.
Etienne Capoue.
Mynd: EPA
Etienne Capoue, miðjumaður Villarreal, hefur opinberað að hann horfi aldrei á fótbolta í frítíma sinum. Þegar hann komi heim eftir æfingar vilji hann bara eyða tíma með fjölskyldunni.

„Ég hélt ekki með neinu fótboltaliði þegar ég var krakki. Ég horfði ekki á fótbolta og geri það ekki enn. Ég þekki ekki andstæðingana fyrr en þjálfararnir segja mér frá þeim. Ég tel að ég þurfi ekki að vita meira," segir Capoue.

„Mér finnst ekki gaman að horfa á fótbolta, ég veit ekki ástæðuna. Ef ég myndi byrja að horfa þá myndi allt lífið mitt snúast um fótbolta og ég vil ekki að það verði þannig. Ég vil geta farið heim, notið mín með fjölskyldunni og horft á teiknimyndir með börnunum mínum."

Capoue er 33 ára og er fyrrum leikmaður Watford og Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner