Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. desember 2017 08:00
Ingólfur Stefánsson
Alonso: Þurfum að vera miskunnarlausir
Mynd: Getty Images
Marcos Alonso leikmaður Chelsea segir að liðið þurfi að klára leiki sem það stjórnar. Chelsea gerði markalaust jafntefli við Everton á Þorláksmessu en Alonso var ósáttur með að fá einungis eitt stig úr leiknum.

Chelsea átti 25 skot í 0-0 jafnteflinu gegn Everton og þar af 8 á markið. Alonso vill að menn verði miskunnarlausir fyrir framan markið í næstu leikjum.

„Við spiluðum vel á móti Everton en við þurfum að skora mörk. Við stjórnuðum öllum leiknum og vorum óheppnir að vinna ekki. Það er svekkjandi að fá bara eitt stig úr svona leik."

Chelsea er nú 16 stigum á eftir toppliði Manchester City og Alonso segir að liðið þurfi að sigra næstu tvo leiki sína og koma í veg fyrir það að dragast meira aftur úr.

„Við þurfum sex stig úr næstu tveimur leikjum og það hlýtur að vera markmið okkar. Það verður ekki auðvelt en það er það sem við ætlum okkur."

Næstu tveir leikir Chelsea eru gegn Brighton og Stoke en það er þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðarnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner