Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. desember 2017 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Birtir til fyrir Eboue: Galatasaray býður honum starf
Mynd: Getty Images
Emmanuel Eboue er í molum á jólunum því hann er heimilislaus, auralaus, nýskilinn og fær ekki að eiga samskipti við börnin.

Eboue talaði við Mirror og var grein birt á aðfangadag þar sem Fílbeinsstrendingurinn sagðist vera í sjálfsmorðshugleiðingum.

Fyrst greindum við frá því að Eboue væri í miklum vandræðum og síðar í sjálfsmorðshugleiðingum en nú virðist vera komin líflína aftur þar sem Galatasaray hefur boðið honum starf í Tyrklandi.

Eboue lék fyrir Arsenal í sjö ár áður en hann fór til Tyrklands til að spila fyrir Galatasaray í fimm ár.

Eboue sagðist í viðtalinu vera tilbúinn til að taka að sér starf hjá Arsenal, en hann skammaðist sín of mikið til að biðja um það.

„Það hefur verið mikið talað um Emmanuel Eboue á æfingum og ég vil leggja allt mitt af mörkum til að hjálpa þessum góða vini mínum," sagði Fatih Terim, sem var ráðinn til Galatasaray í fjórða sinn á dögunum.

Félagið hefur ákveðið að bjóða honum starf sem aðstoðarþjálfari U14 ára liðsins og er Eboue himinlifandi með tækifærið.

„Ég lít á Fatih Terim sem föður minn, ég elska hann innilega. Ég myndi gera hvað sem er fyrir hann því ég elska hann svo mikið. Ég yrði himinlifandi með að fá þetta starf hjá Galatasaray."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner