Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. desember 2017 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ekkert pláss fyrir Icardi og Dybala í draumaliðinu
Candreva komst í liðið en ekki Icardi.
Candreva komst í liðið en ekki Icardi.
Mynd: Getty Images
Goal er búið að setja saman lið fyrri hluta tímabilsins 2017-18 í ítalska boltanum.

Í draumaliðinu er ekkert pláss fyrir markahæsta mann tímabilsins, Argentínumanninn Mauro Icardi.

Þrír samherjar hans hjá Inter eru í liðinu, en í því eru einnig þrír leikmenn Napoli, tveir frá Juve, tveir frá Lazio og einn frá Roma.

Aleksandar Kolarov, sem fór frítt frá Man City í sumar, er í draumaliðinu rétt eins og Luis Alberto, fyrrverandi leikmaður Liverpool. Ekkert pláss er fyrir Paulo Dybala eða Gonzalo Higuain.

Ciro Immobile, fremsti maður Lazio, tekur framherjastöðuna af Icardi, Higuain, Dries Mertens og Edin Dzeko.

Draumaliðið (3-4-2-1):
Samir Handanovic (Inter)
Medhi Benatia (Juventus)
Milan Skriniar (Inter)
Kalidou Koulibaly (Napoli)
Antonio Candreva (Inter)
Miralem Pjanic (Juventus)
Jorginho (Napoli)
Aleksandar Kolarov (Roma)
Luis Alberto (Lazio)
Lorenzo Insigne (Napoli)
Ciro Immobile (Lazio)
Athugasemdir
banner
banner