mán 25. desember 2017 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Digi24 
Kveikti í húsinu eftir tapið gegn Barca
Mynd: Getty Images
Rúmenski fréttamiðillinn Digi24 greinir frá því að maður í borginni Arad hafi kveikt í húsinu sínu eftir 3-0 tap Real Madrid gegn Barcelona í El Clasico.

Liðin mættust á Þorláksmessu og eru Börsungar á toppi spænsku deildarinnar, með fjórtán stigum meira en Real sem situr í fjórða sæti með leik til góða.

Maðurinn sem um ræðir er sjötugur að aldri. Konan sem annast manninn býr nálægt honum og var fyrst að bregðast við.

Hún hljóp inn í húsið og kom manninum út áður en varð um seinan. Slökkviliðið náði tökum á eldinum snemma, en maðurinn hlaut mikið tjón af brenndum húsgögnum þó húsið standi enn uppi.

Maðurinn segist átta sig fullkomlega á gjörðum sínum og ekki sjá eftir neinu. Maðurinn verður lögsóttur fyrir íkveikju, enda ekki eigandi hússins, og verður geðheilsa hans metin af fagmönnum.
Athugasemdir
banner
banner