mán 25. desember 2017 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Burnley er í evrópubaráttu
Mynd: Getty Images
Burnley hefur byrjað tímabilið vel og er óvænt í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 32 stig. Á síðasta tímabili bjargaði liðið sér frá falli með 40 stig.

Burnley heimsækir Manchester United á morgun, annan í jólum, og gerir Jose Mourinho sér fulla grein fyrir því að þetta verður erfið viðureign.

Á upphafi tímabils hafði Burnley betur gegn Englandsmeisturunum á Stamford Bridge, náði jafntefli gegn Liverpool á Anfield og Tottenham á Wembley.

„Burnley er í góðum málum, liðið er búið að skila frábærum árangri. Þetta eru erfiðir andstæðingar, enda í evrópubaráttu," sagði Mourinho í sérstöku jólaviðtali við Sky Sports í dag.

„Þetta er frábært varnarlið og það sést á markatölunni. Fólk er ekki að búast við glimrandi sóknarleik, það er ekki þeirra stíll.

„Þeir þekkja eigin styrkleika og nýta þá til hins ítrasta. Þeir hafa starfað undir sama stjóra í nokkur ár og það hjálpar mikið, enda undir frábærri leiðsögn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner