Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. desember 2017 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mutko stígur niður úr forsetastólnum
Mynd: Getty Images
Vitaly Mutko, forseti rússneska knattspyrnusambandsins, var settur í lífstíðarbann frá Ólympíuleikunum snemma í desember eftir háværar ásakanir um lyfjamisnotkun íþróttamanna.

Mutko hefur ávalt neitað ásökununum um að vera höfuðpaur stóra lyfjaskandalsins sem endaði með því að Rússum var meðal annars meinuð þátttaka á vetrarólympíuleikunum 2018.

Mutko áfrýjaði banninu og hefur ákveðið að stíga niður úr forsetastól sambandsins þar til honum tekst að hreinsa nafn sitt.

„Ég ætla að stíga niður svo knattspyrnusambandið verði ekki truflað um of meðan á rannsókn stendur," er meðal þess sem Mutko sagði á fréttamannafundi.

Mutko og Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, eru góðir vinir og er Mutko einn af nokkrum staðgenglum forsætisráðherrans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner