Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. desember 2017 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Trapp á leið til Liverpool í janúar
Powerade
Kevin Trapp var lengi vel aðalmarkvörður PSG, en er núna varaskeifa.
Kevin Trapp var lengi vel aðalmarkvörður PSG, en er núna varaskeifa.
Mynd: Getty Images
Wilshere er ekki búinn að spila fyrir England eftir tapið gegn Íslandi.
Wilshere er ekki búinn að spila fyrir England eftir tapið gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal er líklegast til að næla í Leon Bailey.
Arsenal er líklegast til að næla í Leon Bailey.
Mynd: Getty Images
Gleðileg jól kæru lesendur! Slúðurpakki jóladagsins er hér fyrir neðan og er ekkert sérstaklega mikið að frétta enda er knattspyrnuheimurinn í smá jólapásu. Það þýðir ekki að örvænta, það eru 8 úrvalsdeildarleikir á dagskrá á morgun, annan í jólum.



Liverpool er sterklega orðað við Kevin Trapp, 27 ára varamarkvörð Paris Saint-Germain, í janúarglugganum. (Metro)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, ætlar að ná í Ross Barkley, 24, til Everton og Luke Shaw, 22, til Man Utd í janúar. (Sunday Express)

Man Utd ætlar að bíða með að bjóða Jose Mourinho nýjan samning í kjölfar jafnteflisins gegn Leicester. (Mirror)

Umboðsmaður Olivier Giroud, 30, er í London til að ræða um framtíð sóknarmannsins hjá Arsenal. Frakkinn þarf meiri spilatíma fyrir HM í sumar. (Mirror)

Jack Wilshere, 25, á góða möguleika á því að fara með Englendingum á HM eftir að hafa brotið sér leið inn í byrjunarlið Arsenal. (Sun)

Pep Guardiola hefur áhuga á Fred, 24 ára miðjumanni Shakhtar Donetsk. Fred myndi auka baráttuna um byrjunarliðssæti á miðju City. (Mail on Sunday)

Arsenal er líklegra til að krækja í hinn eldfljóta Leon Bailey, 20, frá Bayer Leverkusen. Kantmaðurinn er falur fyrir um 30 milljónir punda. (Mirror)

Inter er ólmt í að fá Henrikh Mkhitaryan, 28, á láni frá Man Utd en tímir ekki að kaupa hann. (Mail on Sunday)

Virgil van Dijk, 26, var ekki valinn í hóp Southampton á laugardaginn. Liverpool og Man City hafa mikinn áhuga á miðverðinum sem er þó ekki falur fyrir neina smáaura. (Liverpool Echo)

Celtic og Brighton hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Moussa Dembele, 21 árs sóknarmanni Celtic. Kaupverðið er talið nema um 20 milljónum punda. (101 great goals)

Áform Man Utd um að stækka Old Trafford hafa verið stöðvuð vegna gríðarlegs kostnaðar. (Sun on Sunday)

Paris Saint-Germain hefur áhuga á Mauricio Pochettino til að taka við Unai Emery í þjálfarastólnum. (Mirror)

Tony Pulis, sem var rekinn frá West Brom í síðasta mánuði, er líklegastur til að taka við Middlesbrough í kjölfar brottrekstrar Garry Monk. (Mail on Sunday)

Vincent Kompany telur jákvæða andrúmsloftið innan hópsins vera helstu ástæðuna fyrir velgengni Man City. (Manchester Evening News)

75 stuðningsmenn Borussia Mönchengladbach munu yfirgefa Þýskaland í dag, jóladag, til að ferðast til Liverpool og styðja félagið gegn Swansea annan í jólum. (Liverpool Echo)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, telur að Wilfried Zaha sé tilbúinn að taka stökkið og ganga til liðs við stórlið. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner