Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. desember 2017 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Weah: Hefði aldrei þraukað í Evrópu án Wenger
Mynd: Getty Images
George Weah átti farsælan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu þar sem hann var kjörinn besti leikmaður Afríku, Evrópu og heims árið 1995.

Weah lék undir stjórn Arsene Wenger hjá Mónakó og fór svo til PSG, Milan, Chelsea, Manchester City og Marseille áður en hann lauk ferlinum með að skora 13 mörk í 8 leikjum fyrir Al Jazira.

Weah er orðinn 51 árs gamall og kominn með mastersgráðu í opinberri stjórnsýslu frá DeVry háskólanum í Flórída. Hann stefnir á að verða forsætisráðherra Líberíu og vill þakka Arsene Wenger sérstaklega fyrir sinn þátt í að mynda hann sem einstakling.

„Arsene var föðurímynd fyrir mig og hann leit á mig sem son sinn. Þetta er maður sem, þegar kynþáttafordómar í knattspyrnu voru sem mestir, sýndi mér ekkert nema ást," sagði Weah í ítarlegu viðtali.

„Hann hvatti mig áfram og sagði mér að ég gæti orðið einn af bestu leikmönnum heims. Ég hefði aldrei orðið að manninum sem ég er án Arsene, ég hefði aldrei þraukað af í Evrópu án hans leiðsagnar."

Weah, sem ólst upp í sárafátækt, fór í framboð til forsætisráðherra árið 2005 en mistókst. Síðan þá hefur hann lokið öllum menntunarstigunum, frá framhaldsskóla upp í mastersnám, í Bandaríkjunum.

„Margir segja að mér hafi mistekist ætlunarverk mitt 2005 og að ég ætti að gefast upp. Ég lít á þetta öðrum augum, núna hef ég menntun og reynslu á bakvið mig. Ég man eftir spjalli við Nelson Mandela fyrir mörgum árum, þar sem hann útskýrði fyrir mér mikilvægi þess að þjóna landi sínu eftir bestu getu. Það er það sem ég er að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner