Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. desember 2020 09:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bolasie: Það er eitthvað að hjá Everton
Gylfi Þór og Yannick Bolasie
Gylfi Þór og Yannick Bolasie
Mynd: Getty Images
Bolasie var að láni hjá Sporting.
Bolasie var að láni hjá Sporting.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: Getty Images
Bolasie í desember 2016, hræðileg meiðsli.
Bolasie í desember 2016, hræðileg meiðsli.
Mynd: Getty Images
Yannick Bolasie hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Everton frá því hann var keyptur á 25 milljónir punda frá Crystal Palace í ágúst árið 2016. Bolasie hefur ekkert leikið með aðalliði félagsins síðustu tvö og hálft ár og hefur verið lánaður til Aston Villa, Anderlecht og Sporting Lissabon.

Bolasie lék þrettán leiki með Everton tímabilið 2016-17 og sextán leiki tímabilið 2017-18. Bolasie meiddist á hné í desember 2016 og var frá í heilt ár vegna meiðslanna.

Bolasie hefur verið í Liverpool í vetur en einungis æft með U23 liðinu hjá félaginu, vængmaðurinn var ekki valinn í úrvalsdeildarhópinn fyrir fyrri hluta tímabilsins. Carlo Ancelotti, stjóri Everton, sagði í byrjun október að Bolasie væri ekki í hans áætlunum þrátt fyrir að hafa æft vel, Bolasie væri frjálst að fara frá félaginu.

Í grein LiverpoolEcho kemur einnig fram að Bosníumaðurinn Mo Besic sé í sömu stöðu og Bolasie en Bolasie hefur ekkert spilað með U23 liðinu.

„Ég skynja það að Ancelotti finnst ég ekki vera nægilega góður. Ef það er rétt þá er það ekkert vandamál. Það er hans skoðun og ég virði hana, hann er frábær stjóri," sagði Bolasie í viðtali í hlaðvarpsþættinum The Beautiful Game..

„Ég er ekki að kvarta, ég geri áfram mína hluti, æfi og styð við liðið. En þið verðið að vita að það er eitthvað að og ég veit ekki hvað það er. Þegar allt kemur saman þá þarf tvo til að dansa tangó. Þetta er ekki bara ég, ég hef lagt hart að mér til að komast í þá stöðu sem ég er í [líkamlega]. Ég er að æfa fyrir mig og geri mína hluti."

„Þegar þú ert með einn mann sem segir 'Þú virkar í góðu standi,' eða annan mann sem segir 'Þú lítur út fyrir að vera klár.' Ég veit ekki hvernig ég get sannfært fólk um að ég sé nægilega góður til að vera í 25 manna hópnum, hið minnsta."

„Þetta er pirrandi en þetta tengist meiðslunum sem ég varð fyrir á sínum tíma. Í dag er ég í besta formi sem ég hef verið í. Alltaf þegar ég kem til baka fyrir undirbúningstímabil hef ég verið sendur í U23 ára liðið."

„Segið mér bara sannleikann. Ég get kyngt honum. Ekki segja að þetta sé gæðatengt því þið getið séð á upptökum af æfingum hvað ég er að gera."

„Þetta er ekki vandamál. Ég hef trú á sjálfum mér og égveit. Ég veit að þetta tengist ekki gæðum. Ég missi ekki svefn, ég get verið sáttur við mitt framlag, ég geri alltaf mitt besta. Ég haka í öll box sem ég get, hvort sem það er innan eða unnan vallar, ég hef gert alla þessa hluti. Þetta er bara ekki að gerast núna því miður, en svona er fótboltinn."

„Ég styð strákana, það eru ekki þeir sem hafa farið illa með mig. Þeir veita mér sjálfstraust. Það eru þeir sem segja að ég líti vel út þó þeir þurfi ekki að gera það."

„Fótbolti er íþrótt þar sem er mikil samkeppni. Þeir þurfa ekki að segja þetta en það er gott að heyra þá segja þá,"
sagði Bolasie
Athugasemdir
banner
banner