fös 25. desember 2020 22:00
Victor Pálsson
Chelsea sagt berjast við Man Utd um Caicedo
Mynd: Getty Images
Bæði Chelsea og Manchester United eru sögð hafa augastað með leikmanni að nafni Moises Caicedo sem kemur frá Ekvador.

Um er að ræða afar efnilegan leikmann en Fabrizio Romano, virtur blaðamaður Sky Sports, greindi upphaflega frá áhuga Man Utd.

Caceido er aðeins 19 ára gamall en hann leikur með Independiente del Valle í heimalandinu.

Í kvöld er svo greint frá því að Chelsea ætli að berjast við Man Utd um leikmanninn sem mun kosta um fimm milljónir evra.

Samkvæmt Daily Mail hefur Chelsea sent njósnara til Ekvador og fylgjast þeir með gangi mála miðjumannsins.

Vaicedo á að baki 25 leiki fyrir aðallið Independiente og hefur einnig spilað fjóra landsleiki fyrir Ekvador.

Sjá einnig:
Man Utd sagt vera að vinna kapphlaupið um Caicedo
Athugasemdir
banner
banner
banner