Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. desember 2020 19:35
Victor Pálsson
Emery hreinskilinn varðandi Kubo: Verður að gera betur
Mynd: Getty Images
Japaninn Kubo þarf að sanna sig hjá Villarreal ef hann ætlar að fá að spila undir stjórn Unai Emery hjá félaginu.

Emery sagði sjálfur frá þessu á blaðamannafundi en Kubo er í láni hjá Villarreal frá stórliði Real Madrid.

Kubo þykir mikið efni en hann samdi við Real á síðasta ári og gerði fimm ára samning eftir dvöl hjá FC Tokyo í heimalandinu.

Þessi 19 ára strákur lék með Mallorca á láni á síðustu leiktíð en gat ekki komið í veg fyrir fall félagsins úr efstu deild.

Síðustu mánuðir hafa reynst Kubo erfiðir og er óvíst hvort hann eigi framtíð fyrir sér hjá Gula Kafbátnum undir stjórn Emery.

„Við erum ekki hér til að gefa leikmanni tíu leiki í röð ef hann er ekki að standa sig," sagði Emery við blaðamenn en Kubo kemur aðallega við sögu sem varamaður.

„Hann fær leiki og þarf að gera betur. Það gengur fyrir unga leikmenn sem og aðra. Það er skilyrði hérna og skilyrðið er að vinna leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner