Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. desember 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Gróttublaðið 
„Fannst menn einfaldlega ekki hafa trú á því að þeir væru nógu góðir"
Gróttuliðið lék í efstu deild í fyrsta sinn. Liðiðinu gekk ekki nægilega vel og leikur í næstefstu deild á næsta tímabili.
Gróttuliðið lék í efstu deild í fyrsta sinn. Liðiðinu gekk ekki nægilega vel og leikur í næstefstu deild á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Heimir og Bjarki
Heimir og Bjarki
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Getty Images
Bjarki Már Ólafsson
Bjarki Már Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kvennalið Gróttu endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili í deildinni.
Kvennalið Gróttu endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bjarki Már Ólafsson er í teymi Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Bjarki er 26 ára gamall og sagði Heimir á sínum tíma að Bjarki væri efnilegasti þjálfari Íslands.

Til upprifjunar:
Hér birtist hluti af viðtali sem Fótbolti.net tók við Bjarka fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig hófst þjálfaraferillinn?

„Ég var sjálfur að spila fótbolta þar til ég var 19 ára gamall. Ég þurfti að hætta 2013. Síðustu fimm ár hafa hlutirnir gerst ansi hratt. Ég er með meðfæddan hjartagalla og læknar hafa fylgst með heilsunni frá því að það komst upp þegar ég var þriggja ára gamall," sagði Bjarki í viðtali í janúar 2019.

Bjarki var í viðtali sem kom út á dögunum í jólablaði Gróttu. Þar má lesa viðtalið við Bjarka í heild sinni ásamt viðtölum við Sveindísi Jane Jónsdóttur, Viggó Kristjánsson og Orra Stein Óskarsson svo eitthvað sé nefnt. Bjarki lék fjóra KSÍ leiki með Gróttu á sínum leikmannaferli.

Sjá einnig:
Bjarki Már í áhugaverðu viðtali (við Men on the posts)- Snjór og vindur kennir þér lexíu (17. des)
Bjarki ræðir um xG í útvarpsþættinum (3. október)
Viðtal Gróttublaðsins við Orra Stein Óskarsson

Eins og í landsliðinu, liðið fúnkerar betur með Aron á miðjunni
Bjarki fór í viðtalinu yfir stöðuna og tímann í Katar en í þessari grein komum við inn í viðtalið þegar Bjarki er spurður út í landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem er á mála hjá Al Arabi. Aron gekk í raðir félagsins frá Cardiff eftir tímabilið á Englandi vorið 2019.

„Tilkoma Arons gerði ótrúlega mikið fyrir leikmannahópinn og okkur í þjálfarateyminu. Hann er mikill leiðtogi og stýrir mönnum í kringum sig inni á vellinum af stakri snilld. Alveg eins og í landsliðinu þá fúnkerar liðið einfaldlega betur þegar hann er á sínum stað á miðjunni."

„Svo er Aron líka frábær utan vallar og er yngri leikmönnum fyrirmynd á því sviði. Hann spilaði lengi í krefjandi umhverfi á Englandi þar sem leikjaálagið er mikið. Aron hefur lent í erfiðum meiðslum á sínum ferli, svo hann gerir allt til að hugsa vel um líkamann. Fyrir utan þessa eiginleika er Aron Einar líka algjör toppmaður sem gaman er að vinna með,”
sagði Bjarki við Gróttublaðið.

Mikilvægt að fólkið í stúkunni þekki leikmennina
Bjarki var á landinu í sumar og gat séð bæði karla- og kvenalið félagsins spreyta sig, karlaliðið í efstu deild í fyrsta skiptið og Gróttu í Lengjudeildinni eftir að hafa komist upp úr 2. deild sumarið áður.

„Maður fylltist auðvitað miklu stolti þegar maður horfði á Gróttuliðin ganga inn á völlinn á nýjum og erfiðari vettvangi. Ég hef þjálfað mikið af þessum krökkum, bæði í yngri flokkunum og knattspyrnuskólanum, sem gerði upplifunina enn sterkari. Eftir að hafa mætt á leikina áttaði ég mig líka enn betur á því hve mikilvæg stefna Gróttu hefur verið síðustu árin – að gefa ungu heimafólki tækifæri. Það er bara öðruvísi orka í kringum liðið, ef við tölum nú um strákana, en fyrir kannski 5 árum þegar stundum vantaði hjarta í liðið. Nú þekkir fóllkið í stúkunni leikmennina í Gróttutreyjunum!”

Eins og gestir frekar en fullgildir þátttakendur
Hvað fannst Bjarka um árangurinn hjá Gróttu í sumar?

„Það er auðvitað mikið búið að tala um hve glæsilegt það var að vinna Inkasso-deildina og fólki fannst alveg meiriháttar að sjá Gróttu spila í Pepsi-Max í sumar. Þau viðhorf eru auðvitað alveg eðlileg, enda afrekið í fyrra magnað og tímabilið í ár sögulegt. En ég saknaði þess að sjá strákana kjarkmeiri inni á vellinum en raun bar vitni. Það hefur ekkert að gera með hvernig leikplan eða uppstilling liðsins var – mér fannst menn einfaldlega ekki hafa trú á því að þeir væru nógu góðir. Það var of oft eins og við værum einhverjir gestir frekar en fullgildir þátttakendur í efstu deild. Ég hefði viljað sjá fleiri stíga upp sem leiðtoga og færri vera langt frá sínu besta,” sagði Bjarki og bætti við:

„Ég held að næstu ár verði ofboðslega mikilvæg fyrir Gróttu. Stelpurnar þurfa að sanna að frábær fyrri umferð í Lengjudeildinni hafi ekki bara verið byrjendaheppni og strákarnir verða að vinna úr reynslu sumarsins. Menn eru búnir að prófa að spila í efstu deild og það er í raun um tvennt að velja: Velta sér áfram upp úr þeirri upplifun eða stíga á bensínið og ákveða að við séum rétt að byrja," sagði Bjarki við Gróttublaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner