Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 25. desember 2020 15:45
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: FIFA 
FIFA fjölgar Evrópuþjóðum á HM - Auknir möguleikar fyrir Ísland
Íslenska kvennalandsliðið er komið á EM og nú eru meiri möguleikar á liðið komist á HM
Íslenska kvennalandsliðið er komið á EM og nú eru meiri möguleikar á liðið komist á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alþjóðaknattspyrnusamband FIFA samþykkti að fjölga liðum á HM kvenna úr 24 í 32 lið en sambandið hefur nú birt niðurstöðu í því hvernig aukasætunum verður deilt út fyrir HM 2023.

24 lið tóku þátt á HM í Frakklandi á síðasta ári en eftir mótið ákvað FIFA að fjölga fyrir næsta stórmót úr 24 liðum í 32 lið.

Því eru fleiri sæti í boði fyrir þjóðirnar en samtals tóku níu Evrópuþjóðir þátt á síðasta heimsmeistaramóti. Nú fara ellefu þjóðir beint í lokakeppnina og þá verður aukasæti í boði í tíu liða umspili um síðustu þrjú sætin á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Fyrirkomulagið fyrir HM 2019 var þannig að sigurvegarnir í riðlunum í undankeppninni fóru beint á HM en riðlarnir voru sjö talsins. Fjögur lið fóru í umspil og Frakkland, sem var gestgjafi mótsins, var þegar með tryggðan farseðil.

Ísland hafnaði í 2. sæti í sínum riðli og rétt missti af umspilssæti en liðið hefur oft verið grátlegan nálægt því að komast á HM. Nú eru líkurnar orðnar talsvert meiri.

Landsliðið hefur spilað á öllum Evrópumótum frá 2009 og er þá búið að tryggja sér farseðilinn á mótið sem fer fram í Englandi 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner