Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. desember 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso með vöðvaslenfár: Lífið er fallegt, njótið þess
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli.
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli, gaf viðtal eftir 1-1 jafntefli við Torino á Þorláksmessu þar sem hann opnaði sig varðandi sjúkdóm sem hann er að glíma við.

Gattuso er að glíma við Ocular Myasthenia, sem er sjaldgæfur sjálfsofnæmissjúkdómur. Á meðal einkenna eru að vöðvar sem stjórna augum og augnlokum veikjast.

„Ég hef ekki verið ég sjálfur síðustu 12 daga. Ég vil höfða til allra þeirra, sérstaklega krakka, sem líta í spegilinn og sjá eitthvað sem þeim finnst skrýtið eða ekki alveg rétt: lífið er fallegt, njótið þess," sagði Gattuso.

„Strákunum finnst ekki gott að sjá mig svona, en ég er á lífi. Það er ekki bara að þetta lítur út, þetta gerir þig mjög þreyttan og að sjá tvöfalt í 24 tíma á dag tekur mikið frá þér."

„Ég fullvissa ykkur um að þetta sé allt í góðu. Þegar ég dey á endanum, þá vil ég deyja þar sem líf mitt var; á fótboltavellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner