Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. desember 2020 23:30
Victor Pálsson
Matic: Liverpool hefði ekki tapað 7-2 fyrir framan aðdáendur
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, leikmaður Manchester United, segir að Liverpool hefði aldrei tapað 7-2 gegn Aston Villa fyrr á tímabilinu fyrir framan aðdáendur.

Englandsmeistararnir töpuðu gríðarlega óvænt 7-2 gegn Villa þar sem leikið var fyrir luktum dyrum vegna COVID-19.

Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því að spila leiki í dag en vonandi verða stúkurnar fullar á nýju ári.

„Þetta eru orðnir leikir sem spilast alveg eins og minna á æfingaleiki þar sem engir stuðningsmenn eru," sagði Matic.

„Faraldurinn hefur gjörbreytt leiknum og ég er viss um að Liverpool hefði aldrei tapað 7-2 gegn Aston Villa fyrir framan stuðningsmenn."

„Fótboltinn lifði af en ég sakna þess að heyra læti á völlunum og viðbrögð frá stuðningsmönnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner