Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 25. desember 2020 10:45
Brynjar Ingi Erluson
Messi hrósar Oblak: Einn besti markvörður heims
Jan Oblak
Jan Oblak
Mynd: Getty Images
Slóvenski markvörðurinn Jan Oblak er hrósað í hástert af argentínska sóknarmanninum Lionel Messi í viðtali við Bud Football en Oblak hefur verið besti markvörður spænsku deildarinnar síðustu ár.

Oblak er 27 ára gamall og er í röð fremstu markvarða heims en hann hefur reynst afar traustur í búrinu hjá Atlético.

Níu sinnum hefur hann haldið hreinu í deildinni á þessu tímabili og þá aðeins fengið fimm mörk á sig.

Hann bætti met Miguel Reina fyrr á þessu ári er hann hélt hreinu í 100. sinn en hann gerði það í aðeins 182 leikjum en Reina gerði það í 222 leikjum.

„Það er gaman að mæta honum. Hann er einn besti markvörður heims í augnablikinu og það er alltaf gaman að spila á móti bestu leikmönnunum," sagði Messi.

„Það hvetur mann til að leggja harðar á sig að skora hjá honum því það er ansi erfitt og því mjög þýðingamikið. Hann hefur sannað það."

„Það gefur meiri spennu í leikina þegar hann er á vellinum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner