Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 25. desember 2020 06:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: United má ekki við því að hvíla þá tvo
Mynd: Getty Images
Jólaálagið hófst hjá nokkrum liðum í miðri viku þegar leikið var í 8-liða úrslitum. Sex úrvalsdeildarlið léku þá og leika aðra tvo leiki fyrir áramót. Þá hefst ný umferð á nýársdag.

Manchester United er eitt þessara liða. Liðið á leik gegn Leicester á morgun, gegn Wolves þann 29. og Aston Villa á nýarsdag. United vann gegn Everton á miðvikudag í deildabikarnum.

Eftir leikinn tjáði Gary Neville sig í hlaðvarpsþætti Sky Sports. Neville var við störf á Goodison Park þegar 0-2 útisigur vannst.

„Þeir eru tveir iekmenn sem ég held að það sé ekki hægt að skipta út. Fernandes er það augljóslega, liðið er allt annað án hans. Hann er mikilvægur hluti af púslinu," sagði Neville.

„Maguire, að mínu mati, þú tekur eftir því ef hann er ekki inn á. Mín tilfinning er að liðið myndi sakna hans mjög mikið. Ég veit að sumir segja að hann sé eki besti varnarmaður deildarinnar, að hann hafi ekki verið frábær síðan hann var keyptur á 80 milljónir punda, en hann er nauðsynlegur hluti af hjarta varnarinnar. Hann er góður á boltanum, hann er rólegur og sterkur í loftinu."

„Hann gerir ekki mörg mistök en það kemur þó fyrir. Hann er mjög góður miðvörður og mikilvægur hlekkur í liðinu. Hann og Fernandes, ég er ekki viss um að liðið megi við því að þeir verði hvídlir á þessum tímapunkti. Ole hefur ekki efni á því að tapa leik, því miður."


Næsta umferð í úrvalsdeildinni:
laugardagur 26. desember
ENGLAND: Premier League
12:30 Leicester - Man Utd
15:00 Fulham - Southampton
15:00 Aston Villa - Crystal Palace
17:30 Arsenal - Chelsea
20:00 Sheffield Utd - Everton
20:00 Man City - Newcastle

sunnudagur 27. desember
ENGLAND: Premier League
12:00 Leeds - Burnley
14:15 West Ham - Brighton
16:30 Liverpool - West Brom
19:15 Wolves - Tottenham

mánudagur 28. desember
ENGLAND: Premier League
15:00 Crystal Palace - Leicester
17:30 Chelsea - Aston Villa
20:00 Everton - Man City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner