Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. desember 2020 22:45
Victor Pálsson
Özil segir að Arsenal sakni Wenger
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, segir að félagið sakni Arsene Wenger sem var stjóri félagsins frá 1996 til ársins 2018.

Özil segir frá þessu á Twitter en hann talar um Wenger sem föðurímynd líkt og aðrir leikmenn hafa gert í gegnum tíðina.

Þjóðverjinn fær sjálfur ekkert að spila hjá Arsenal í dag en hann er ekki inni í myndinni hjá Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Özil kom til Arsenal undir stjórn Wenger árið 2013 og var fastamaður í hans liði í um fimm ár.

Gengi Arsenal hefur alls ekki verið gott á tímabilinu en liðið situr í 15. sæti úrvalsdeildarinnar eftir 14 leiki.

Arsenal tapaði einnig 4-1 gegn Manchester City í 8-liða úrslitum deildabikarsins á dögunum.



Athugasemdir
banner
banner