fös 25. desember 2020 21:00
Victor Pálsson
Segir að Messi eigi þrjú til fjögur ár eftir í hæsta gæðaflokki
Mynd: Getty Images
Lionel Messi á enn allt að fjögur á eftir í hæsta gæðaflokki að sögn goðsagnarinnar Carles Puyol en þeir léku eitt sinn saman hjá Barcelona.

Messi er orðinn 33 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Barcelona fyrir heilum 16 árum síðan.

Það er mögulega aðeins farið að hægja á Messi en Puyol hefur litlar áhyggjur af Argentínumanninum.

„Hann er 33 ára gamall í dag og hann fer vel með sjálfan sig," sagði Puyol í samtali við Goal.

„Messi er metnaðarfullur og hungraður - ég held að hann eigi þrjú eða fjögur ár eftir í þessum gæðaflokki ef hann er heppinn með meiðsli."

„Hann þarf að halda áfram að spila með sama vilja til að bæta. Ég held að við getum haldið í Leo í dágóðan tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner