banner
   fös 25. desember 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thuram var hissa: Er þetta í alvöru sonur minn?
Hakan Calhanoglu.
Hakan Calhanoglu.
Mynd: Getty Images
Lilian Thuram, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, trúði ekki sínum eigin augum þegar sonur hans hrækti á andstæðing í leik með Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Marcus Thuram, sonur Lilian, hrækti í andlitið á Stefan Posch, leikmann Hoffenheim, í leik Gladbach og Hoffenheim.

Thuram var sex leikja bann. Hann fékk einnig 40 þúsund evra sekt og þá ætlar Gladbach að sekta hann um mánaðarlaun sem félagið mun greiða áfram í góðgerðastarfsemi.

„Ég horfði á leikinn og þetta var sjokk. Ég spurði sjálfan mig hvort þetta væri í alvöru sonur minn," sagði Lilian Thuram við RCI Guadeloupe

Hann segir að sonur sinn hafi sagt við sig að þetta hafi gerst óvart. „Hann sagði við mig að hann hefði verið reiður og móðgað mótherjann. Það hafi óvart farið munnvatn frá honum og á mótherjann."

Thuram hefur beðist afsökunar á athæfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner