Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. janúar 2020 09:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate líklegastur til að taka við af Solskjær
Powerade
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Er Bale á leið aftur til Spurs?
Er Bale á leið aftur til Spurs?
Mynd: Getty Images
Það er nokkuð slúðrað um Cavani.
Það er nokkuð slúðrað um Cavani.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það styttist í að janúarglugganum verði lokað og læst. Hér er slúðurpakki dagsins, tekinn saman af BBC.

Tottenham er að vinna í því að fá Gareth Bale (30) frá Real Madrid áður en félagaskiptaglugginn lokar í þessari viku. Bale gerði garðinn frægann hjá Spurs áður en hann fór til spænsku höfuðborgarinnar árið 2013. (Express)

Man Utd gæti ákveðið að reka Ole Gunnar Solskjær ef úrslitin fara ekki batna. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er líklegastur til að taka við. (Mail)

Man Utd mun reyna að fá Ben Chilwell (23), vinstri bakvörð Leicester, næsta sumar. (Metro)

Talið er að Barcelona muni ekki eltast við Pierre-Emerick Aubameyang (30), sóknarmann Arsenal, í þessum félagaskiptaglugga. Einbeitingin er á Rodrigo (28), sóknarmanni Valencia. (Sport)

Hins vegar, þá gæti Paris Saint-Germain í Frakklandi reynt við Aubameyang í ljósi þess að Edinson Cavani (32) sé mögulega á förum. (Foot Mercato)

Cavani, sem orðaður hefur verið við Chelsea og Manchester United, hefur náð munnlegu samkomulagi um að ganga í raðir Atletico Madrid áður en glugginn lokar. (Goal.com)

Cavani hafnaði samningstilboði að virði 10 milljón punda á ári frá Manchester United. Hluti af tilboðinu var stór bónus við undirskrift. (Mirror)

Tottenham og Aston Villa eru ekki tilbúin að koma til móts við Fulham varðandi sóknarmanninn Aleksandar Mitrovic (25), en Fulham vill fá 40 milljónir punda fyrir Serbann. Mitrovic hefur möguleikann á að fara næsta sumar ef Fulham fer ekki upp í ensku úrvalsdeildina. (Star)

Arsenal er nálægt því að kaupa varnarmanninn Pablo Mari (26) frá Flamengo í Brasilíu. (Mail)

Manchester United neitar að lækka 25 milljón punda verðmiðann á varnarmanninum Chris Smalling (30), sem er í láni hjá Roma. Ítalska félagið vill kaupa hann. (Sun)

Man Utd er enn áhugasamt um Bruno Fernandes (25), en hingað til hafa United og Sporting Lissabon ekki náð saman um verð á miðjumanninum. (A Bola)

Marcos Rojo (29), varnarmaður Man Utd, er á leið til argentíska félagsins Estudiantes á láni. Ekki tókst að finna félag sem var tilbúið að kaupa Rojo. (Mirror)

Paco Alcacer (26), sóknarmaður Borussia Dortmund, er fáanlegur á láni. Newastle vonast til að hafa betur gegn Valencia í baráttunni um hann. (Sun)

Southampton er í viðræðum við Tottenham út af bakverðinum Kyle Walker-Peters (22). (Mail)

Birmingham er tilbúið að hafna öllum tilboðum í miðjumanninn Jude Bellingham (16). Man Utd og Liverpool hafa áhuga á honum. (90 Min)

Winston Reid (31), varnarmaður West Ham, hafnaði því að fara til Charlton á láni. (TeamTalk)

Norwich er í viðræðum um að fá Danel Sinani (22), kantmann F91 Dudelange í Lúxemborg. (Mail)

Steven Nzonzi (31), fyrrum miðjumaður Blackburn og Stoke, er að íhuga að ganga í raðir West Ham. Hann er núna í láni hjá Galatasaray frá Roma. (Le10Sport)

Britt Assombalonga (27), sóknarmaður Middlesbrough, gæti verið seldur og hefur Leeds áhuga. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner