Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. janúar 2021 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Valur skoraði átta og Fjölnir gerði sex
Patrick gerði þrennu fyrir Val.
Patrick gerði þrennu fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir burstaði Fram.
Fjölnir burstaði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Valur unnu risa sigra í Reykjavíkurmótinu á þessu þriðjudagskvöldi.

Fjölnir mætti Fram í Egilshöllinni en bæði þessi lið spila í Lengjudeildinni næsta sumar. Fjölnir féll úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar á meðan Fram var býsna nálægt því að komast upp.

Fjölnir gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Framara, 6-1. Fjölnir er með þrjú stig eftir tvo leiki og Fram er án stiga. Fylkir er á toppi þessa riðils, B-riðils, eftir stórsigur á KR fyrr í kvöld. Fylkir er með sex stig og KR þrjú stig, eins og Fjölnir.

Þá valtaði Valur yfir ÍR í hinum riðlinum, 8-0. Patrick Pedersen skoraði þrennu fyrir Val í leiknum, en Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir þrjá leiki í A-riðli. ÍR er án stiga.

Fram 1 - 6 Fjölnir
0-1 Orri Þórhallsson ('32)
0-2 Orri Þórhallsson ('33)
0-3 Andri Freyr Jónasson ('37, víti)
0-4 Halldór Snær Georgsson ('53)
0-5 Kristófer Óskar Óskarsson ('62)
1-5 Halldór Bjarki Brynjarsson ('68)
1-6 Viktor Andri Hafþórsson ('75)

ÍR 0 - 8 Valur
0-1 Birkir Már Sævarsson ('4)
0-2 Patrick Pedersen ('38)
0-3 Sigurður Egill Lárusson ('45)
0-4 Kristófer Jónsson ('55)
0-5 Patrick Pedersen ('65)
0-6 Patrick Pedersen ('67, víti)
0-7 Sigurður Egill Lárusson ('73)
0-8 Birkir Heimisson ('90, víti)

Önnur úrslit í dag:
Reykjavíkurmótið: Fylkir með stórsigur á KR
Athugasemdir
banner
banner
banner