Ruben Amorim, stjóri Man Utd, hefur komið Patrick Dorgu til varnar eftir vonda frammistöðu í sigri gegn Ipswich í kvöld.
Dorgu lenti á vegg í kvöld en hann gaf Ipswich fyrsta mark leiksins á silfur fati. Hann fékk síðan rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir brot á Omari Hutchinson.
Dorgu lenti á vegg í kvöld en hann gaf Ipswich fyrsta mark leiksins á silfur fati. Hann fékk síðan rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir brot á Omari Hutchinson.
Amorim var spurður að því hvort Dorgu sé tilbúinn í úrvalsdeildina en hann gekk til liðs við félagið frá Lecce í janúar.
„Patrick er tilbúinn í úrvalsdeildina, hann sannaði það í síðasta leik. Hvaða leikmaður sem er getur gert svona mistök. Hann vill fara í boltann en hann fór kannski aðeins of harkalega í boltann," sagði Amorim.
Athugasemdir