Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Tíu leikmenn Man Utd unnu - Arsenal missteig sig í titilbaráttunni
Mynd: EPA
Man Utd vann kærkominn sigur í úrvalsdeildinni í kvöld en liðið hafði ekki unnið í þremur leikjum í röð fyrir leikinn gegn Ipswich í kvöld.

United var í vandræðum í upphafi leiks og þá sérstaklega Patrick Dorgu en hann gaf Ipswich fyrsta markið á silfurfati vegna misskilnings milli hans og Andre Onana.

Man Utd tókst hins vegar að snúa blaðinu við en Dorgu var aftur í sviðsljósinu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann fékk rautt spjald fyrir brot á Omari Hutchinson. Einum manni fleiri tókst Ipswich að jafna metin áður en flautað var til hálfleiks.

Harry Maguire reyndist síðan hetja United þegar hann skoraði í upphafi seinni hálfleik og tryggði tíu leikmönnum United sigurinn.

Erling Haaland var hetja Man City þegar liðið vann Tottenham. Hann skoraði eina mark leiksins eftir tæplega stundafjórðung. Jeremy Doku átti fyrirgjöf og Haaland fékk boltann einn á auðum sjó og skoraði af öryggi.

Hann kom boltanum aftur í netið undir lokin en markið var dæmt af þar sem hann var talinn fá boltann í höndina. Atvikið var skoðað ansi lengi í VAR.

Nottingham Forest og Arsenal gerðu markalaust jafntefli. Liverpool gæti náð þrettán stiga forystu með sigri á Newcastle en þar er staðan 1-0 fyrir Liverpool. Þá gerðu Brentford og Everton jafntefli.

Brentford 1 - 1 Everton
1-0 Yoane Wissa ('45 )
1-1 Jake O'Brien ('77 )

Nott. Forest 0 - 0 Arsenal

Tottenham 0 - 1 Manchester City
0-1 Erling Haaland ('12 )

Manchester Utd 3 - 2 Ipswich Town
0-1 Jaden Philogene ('4 )
1-1 Sam Morsy ('22 , sjálfsmark)
2-1 Matthijs de Ligt ('26 )
2-2 Jaden Philogene ('45 )
3-2 Harry Maguire ('47 )
Rautt spjald: Patrick Dorgu, Manchester Utd ('43)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 28 20 7 1 66 26 +40 67
2 Arsenal 27 15 9 3 51 23 +28 54
3 Nott. Forest 27 14 6 7 44 33 +11 48
4 Man City 27 14 5 8 53 37 +16 47
5 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
6 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 27 11 5 11 48 43 +5 38
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 27 10 3 14 53 39 +14 33
14 Man Utd 27 9 6 12 33 39 -6 33
15 Everton 27 7 11 9 30 34 -4 32
16 West Ham 26 8 6 12 30 47 -17 30
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 27 3 8 16 26 57 -31 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner
banner