Damir Muminovic var í byrjunarliði DPMM þegar liðið vann Hougang 2-1 í Singapor í dag.
Um er að ræða fyrsta leik Damirs hjá DPMM síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir áramót. Það gekk nóg á í leiknum en DPMM fékk tvö rauð og Hougang eitt. Þá skoraði DPMM úr einu víti og Hougang úr einu og klikkuðu einnig á öðru víti.
Um er að ræða fyrsta leik Damirs hjá DPMM síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir áramót. Það gekk nóg á í leiknum en DPMM fékk tvö rauð og Hougang eitt. Þá skoraði DPMM úr einu víti og Hougang úr einu og klikkuðu einnig á öðru víti.
DPMM er í 7. sæti af níu liðum með 24 stig eftir 24 umferðir.
Nóel Atli Arnórsson er kominn aftur af stað með Álaborg eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Hann spilaði rúmlega klukkutíma í 2-1 tapi gegn Nordsjælland. Þetta var fyrsti leikurinn hans síðan í september.
Álaborg er í 9. sæti með 17 stig eftir 19 umferðir.
Al Wasl, lærisveinar MIlos Milojevic, töpuðu 2-1 geegn Khorfakkan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld. Al Wasl er í 6. sæti með 27 stig eftir 18 umferðir.
Óskar Borgþórsson var í byrjunarliði Sogndal sem tapaði 2-1 gegn Hodd og Logi Tómasson var í byrjunarliði Stromsgodset sem tapaði 2-1 gegn Kristiansund í æfingaleikjum.
Athugasemdir