Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 22:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænski bikarinn: Real Madrid með forystu gegn Sociedad
Mynd: EPA
Real Sociedad 0 - 1 Real Madrid
0-1 Endrick ('19 )

Real Madrid heimsótti Real Sociedad í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins í kvöld.

Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum hjá Sociedad en hann kom inn á þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Hinn 18 ára gamli Endrick skoraði eina mark leiksins fyrir Real Madrid. Hann fékk frábæra sendingu fram völlinn frá Jude Bellingham og slapp í gegn og skoraði af öryggi.

Seinni leikur liðanna fer fram á Bernabeu á laugardaginn. Liðin berjast um að mæta annað hvort Barcelona eða Atletico Madrid í úrslitum. Þar er staðan 4-4 eftir fyrri leikinn í Barcelona.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 25 16 6 3 54 23 +31 54
2 Barcelona 25 17 3 5 67 25 +42 54
3 Atletico Madrid 25 15 8 2 42 16 +26 53
4 Athletic 25 13 9 3 44 22 +22 48
5 Villarreal 25 12 8 5 48 35 +13 44
6 Vallecano 25 9 8 8 27 26 +1 35
7 Betis 25 9 8 8 32 32 0 35
8 Mallorca 25 10 5 10 24 31 -7 35
9 Real Sociedad 25 10 4 11 23 23 0 34
10 Osasuna 25 7 11 7 29 34 -5 32
11 Sevilla 25 8 8 9 30 35 -5 32
12 Celta 25 9 5 11 36 38 -2 32
13 Girona 25 9 4 12 32 37 -5 31
14 Getafe 25 7 9 9 21 20 +1 30
15 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
16 Leganes 25 5 9 11 22 38 -16 24
17 Valencia 25 5 8 12 25 41 -16 23
18 Las Palmas 25 6 5 14 29 43 -14 23
19 Alaves 25 5 7 13 28 39 -11 22
20 Valladolid 25 4 3 18 16 59 -43 15
Athugasemdir
banner
banner
banner