Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðfesti viðræður við Real Madrid í janúar
Mynd: Bayern München
Alphonso Davies, bakvörður Bayern Munchen, batt enda á sögusagnir um brottför til Real Madrid eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við þýska félagið.

Það hefur verið mikið rætt og ritað um það að Davies væri búinn að ná samkomulagi við Real Madrid og Nick Househ, umbosðamaður Davies, staðfesti að hann hafi verið í alvarlegum samskiptum við spænska félagið.

„Við vorum í viðræðumvið þá í janúar ásamt þremur öðrum evrópskum félögum og Real Madrid var klárlega eitt af þeeim," sagði Househ.

Man Utd og Barcelona voru einnig orðuð við leikmanninn.

„Það var áhugi frá spænskum liðum en eins og þú veist voru aðeins örfá lið sem maður ræddi við, þrjú til fjögur. Sum félög báðu um að halda viðræðunum sem einkamál og ég virði það,"sagði Househ.
Athugasemdir
banner
banner