Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. mars 2019 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Laurentiis vill hafa Ancelotti við stjórnvölinn að eilífu
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, skrautlegur eigandi Napoli, er yfir sig hrifinn af þeim leiðtogahæfileikum sem hann hefur séð í Carlo Ancelotti, sem tók við félaginu eftir síðasta tímabil. Undir hans stjórn er Napoli í öðru sæti ítölsku deildarinnar og komið í 8-ilða úrslit Evrópudeildarinnar, þar sem Arsenal er næsti andstæðingur.

De Laurentiis talaði um Ancelotti í viðtali í dag og sagðist vona að hafa hann hjá félaginu til frambúðar. Maurizio Sarri entist í þrjú ár hjá Napoli en Rafael Benitez dugði í tvö ár á undan honum.

„Ég væri til í að hafa hann hérna að eilífu. Þetta er frábær þjálfari sem elskar borgina og æfingasvæðið. Hann sagði í viðtali að hann vildi vera hérna næstu átta ár. Ég vona það, hann gæti orðið eins og Ferguson hjá United," sagði De Laurentiis.

„Ég hef alltaf talað fyrir því að vera með langlífan þjálfara við stjórn og hef gert mitt besta til að afreka það en án árangurs. Vonandi breytist það núna, mér finnst gríðarlega mikilvægt að knattspyrnufélag sé með sterkan og stabílan þjálfara sem er langlífur í starfi."
Athugasemdir
banner
banner
banner