Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. mars 2019 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Efnilegasti leikmaður Fjölnis á reynslu hjá Bröndby
Valgeir Lunddal Friðriksson í leik með Fjölni síðasta sumar
Valgeir Lunddal Friðriksson í leik með Fjölni síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Fjölnis í Inkasso-deildinni, hefur fengið leyfi frá félaginu til að æfa með danska félaginu Bröndby.

Valgeir, sem er 17 ára gamall, á að baki 28 leiki með meistaraflokki Fjölnis og spilaði mikilvægt hlutverk er liðið lék í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili.

Valgeir á að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fimm leiki fyrir U17 ára landsliðið og einn leik fyrir U18 ára landsliðið.

Hann mun verja næstu dögum á reynslu hjá danska félaginu Bröndby en íslenski A-landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er á mála hjá félaginu.

Valgeir er samningsbundinn Fjölni fram í október og var valinn efnilegasti leikmaður Fjölnis á lokahófi félagsins á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner