Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. mars 2019 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus staðfestir að meiðsli Ronaldo eru minniháttar
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus eru búnir að gefa út tilkynningu varðandi meiðslin sem Cristiano Ronaldo varð fyrir í 1-1 jafntefli Portúgal gegn Serbíu í undankeppni EM í gærkvöldi.

Meiðslin litu ekki vel út þar sem Ronaldo var að spretta upp kantinn þegar hann fann fyrir sársauka aftan á læri. Hann fór beint útaf og sagði í viðtali eftir leikinn að hann byggist við að vera frá í eina eða tvær vikur vegna meiðslanna.

Óttast var að hann myndi missa af mikilvægum leik gegn Ajax í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en svo virðist ekki vera.

„Cristiano Ronaldo varð fyrir minniháttar meiðslum á hægra læri. Fylgst verður með ástandi hans og mun hann gangast undir frekari læknisskoðanir á næstu dögum sem munu segja til um hvenær hann verður klár í slaginn," segir í tilkynningunni.

Juve heimsækir Ajax 10. apríl en á þrjá Serie A leiki þar á undan, gegn Empoli, Cagliari og Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner