Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. mars 2019 07:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maradona um Argentínu: Horfi ekki á hryllingsmyndir
Mynd: Getty Images
Goðsögnin Diego Maradona er ekki sáttur með argentíska landsliðið í fótbolta. Maradona þjálfar í dag Dorados í Mexíkó, en hann þjálfaði argentíska landsliðið frá 2008 til 2010 og var leikmaður þess frá 1977 til 1994. Hann er jafnan talinn einn besti fótboltamaður sem uppi hefur verið.

Argentína tapaði 3-1 gegn Venesúela í vináttulandsleik á föstudag. Maradona horfði ekki á leikinn.

„Nei ég horfði ekki á leikinn, ég horfi ekki á hryllingsmyndir," sagði Maradona.

„Hélt þetta óhæfa fólk sem stjórnar argentíska landsliðinu að það myndi vinna Venesúela? Það er gott lið."

„Núverandi lið Argentínu á ekki skilið að klæðast treyjunni."

Maradona gagnrýndi einnig Claudio Tapia, forseta knattspyrnusambandsins í Argentínu.

„Hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera. Ég finn til með argentísku þjóðinni sem heldur áfram að trúa á þennan lygara.

Leikurinn gegn Venesúela var endurkomuleikur Lionel Messi í argentíska landsliðið.

Argentína spilar vináttulandsleik við Marokkó í kvöld. Messi verður ekki með þar vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner