Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 26. mars 2019 13:28
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe spilaði þrítugasta landsleikinn í gær
Mbappe er búinn að skora eða leggja upp 14 mörk í síðustu 10 leikjum fyrir Frakkland og PSG.
Mbappe er búinn að skora eða leggja upp 14 mörk í síðustu 10 leikjum fyrir Frakkland og PSG.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe bætti og jafnaði nokkur met þegar hann spilaði sinn þrítugasta landsleik fyrir Frakkland í gærkvöldi. Mbappe stóð sig vel í leiknum og átti vörn okkar engin svör við gæðum hans og hraða. Hann gaf tvær stoðsendingar og skoraði eitt sjálfur.

Mbappe varð í gær yngsti landsliðsmaður Frakka til að spila 30 leiki fyrir þjóð sína en hann er nýlega orðinn 20 ára gamall. Karim Benzema, sem hefur verið í útlegð frá franska landsliðinu í nokkur ár, átti metið á undan honum. Benzema lék sinn þrítugasta landsleik nokkrum mánuðum fyrir 23. árs afmælið.

Þetta var 28. landsleikur Mbappe í röð en enginn hefur spilað svona marga leiki í röð fyrir landsliðið síðan Patrick Vieira spilaði 44 leiki frá 1999 til 2002.

Mbappe hefur þá skorað næstflest mörk í sögu franska landsliðsins eftir 30 leiki. Hann er kominn með 12 mörk í 30 leikjum en David Trezeguet var kominn með 15 mörk í 30 leikjum rétt eftir aldamótin. Mbappe á þó einnig 7 stoðsendingar á sínum landsliðsferli.

Mbappe varð þá yngsti leikmaðurinn til að skora 12 mörk með evrópsku landsliði síðan hinn 18 ára gamli Harald Nielsen gerði tólfta mark sitt fyrir danska landsliðið 29. ágúst 1960.




Athugasemdir
banner
banner
banner