Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 26. mars 2019 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Moreno á leið til Barcelona?
Alberto Moreno gæti verið á leið aftur til Spánar
Alberto Moreno gæti verið á leið aftur til Spánar
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Sport heldur því fram að Alberto Moreno, leikmaður Liverpool, sé á leið til Barcelona í sumar.

Moreno er 26 ára gamall og kom til Liverpool árið 2014 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og er nokkuð ljóst að hann fær ekki nýjan samning hjá félaginu.

Hann hefur ekki átt sæti í liði Liverpool en Andy Robertson er búinn að eigna sér vinstri bakvarðarstöðuna eða frá því hann kom frá Hull á 7 milljónir punda árið 2017.

Moreno eins og áður segir verður samningslaus í sumar og heldur Sport því fram að Barcelona ætli sér að fá hann á frjálsri sölu og mun félagið gera tveggja ára samning við hann.

Hann var áður á mála hjá Sevilla á Spáni þar sem hann gerði góða hluti en hann mun berjast við Jordi Alba um stöðu í liðinu.

Barcelona vill einnig fá serbneska framherjann Luka Jovic og hollenska miðvörðinn Mathijs de Ligt frá Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner