Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. mars 2019 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Patrice Evra kærður fyrir hómófóbísk ummæli
Patrice Evra hefur sjálfur orðið fyrir barðinu á niðrandi orðalagi.
Patrice Evra hefur sjálfur orðið fyrir barðinu á niðrandi orðalagi.
Mynd: Getty Images
Baráttuhópur fyrir réttindi samkynhneigðra í Frakklandi hefur ákveðið að kæra Patrice Evra fyrir hómófóbísk ummæli eftir 1-3 sigur Manchester United gegn Paris Saint-Germain í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Evra lét ummælin frá sér á myndbandsupptöku sem var svo dreift um netheima. Þar ýjaði hann að því að leikmenn PSG væru samkynhneigðir fyrir að hafa tapað viðureigninni eftir 0-2 sigur í fyrri leiknum á Old Trafford.

„Við ætlum ekki að leyfa móðgun frá fyrrverandi fyrirliða franska landsliðsins að líða hjá án afskipta," sagði Julian Pontes, talsmaður Rouge Direct sem eru samtök fyrir réttindum samkynhneigðra í íþróttaheiminum.

„Það er fullt af fólki sem hlustar á það sem hann segir og er hann sérstaklega vinsæll meðal unga fólksins. Talsmáti hans í myndbandinu er ófyrirgefanlegur og honum ber að refsa. Ef Evra áttar sig ekki á því sjálfur hvað þetta er alvarlegt hjá honum þá getur dómari í dómssal vonandi sýnt honum það."

Evra notaði franska orðið pede til að lýsa leikmönnum PSG eftir tapið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner