Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. mars 2019 14:35
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmaður Liverpool varð fyrir fordómum á Anfield
Mynd: Guðmundur Karl
Amir Malik, asískur fjölskyldufaðir, fór með fjölskyldu sinni að horfa á goðsagnir Liverpool spila gegn goðsögnum AC Milan á laugardaginn. Hann og sex ára sonur hans urðu fyrir barðinu á kynþáttaníði frá öðrum stuðningsmanni Liverpool.

Malik tilkynnti þetta strax til vallarstarfsmanna og er mjög ánægður og þakklátur með hvernig málið var höndlað af lögreglu og félaginu sjálfu.

Maðurinn, sem er 37 ára og frá Norður-Írlandi, játaði sök sína og hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá Anfield.

Liverpool setti sig í samband við fjölskylduna til að bjóða stuðning sinn og ítreka að allir eru velkomnir á Anfield, sama hver uppruni þeirra er.




Athugasemdir
banner
banner
banner